Ofsagt um kjosum.is

Birt: 20-02-11 | Flokkur: 2011, Ísland, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | 8 athugasemdir »

Gaman er að fylgjast með umræðu um undirskriftasöfnun gegn Icesave. Ég ákvað að setja upp Joomla kerfið og umrædda viðbót, prófa virknina og blanda mér svo í málið.

Afraksturinn má sjá hér – þráðbeint úr kassanum.

Líkt og sjá má er ekki krafist staðfestingar gegnum tölvupóst – mér sýnist reyndar ekki sé boðið upp á þann möguleika í viðbótinni (með þeim fyrirvara að ég hef ekkert litið undir húddið).

Að mínu mati hefði þó slíkur ventill verið sjálfsagður, enda einfalt að setja upp, jafnvel fyrir meðalreynda. Að varpa trúverðuleikanum fyrir róða í þágu þeirra sem ekki eiga netfang, er fremur vafasamt.
Ef stefnt er á framtíð fulla af rafrænum söfnunum undirskrifta – og jafnvel kosningum – hlýtur að mega gera ákveðnar kröfur á þátttakendur. Mér sýnist krafa um netfang vera mjög hófleg.

Í allra minnsta lagi hefði mátt halda reitnum inni (nóg er af reitum) og safna netföngum í grunninn. Það væri eitt lítið skref í átt að auknum trúverðugleika.

Þá bendi ég á að sérstaklega þarf að setja upp Captcha viðbót í kerfinu – slíkur möguleiki er ekki innbyggður í viðbótinni. Hér má kenna GreatJoomla um, því á skjámyndum í kynningarefni er látið líta út fyrir að Captcha sé innbyggt.
Mjög einfalt er hins vegar að bæta þessum möguleika við – og það hefði að sjálfsögðu verið til bóta.

En hvað þessi atriði varðar, held ég Sigurður Kári sé ekki órafjarri sannleikanum (kraftaverkin gerast enn). Áður hafa farið fram vafasamar safnanir, án teljandi upphrópanna. Þannig er þetta, og þannig verður þetta þar til lög eða reglur verða settar um – og kerfi komið á fót sem tryggir sæmilega framkvæmd.

Eftir stendur þó sú hneisa að ekki er hægt að kanna hvort maður sé skráður í söfnun kjosum.is, nema framvísa persónuskilríkjum á rafrænu formi – og það frá sama fólki og vildi gagnsæi og allt upp á borðum varðandi Icesave!

Að mínu mati er það lélegt, en þó varla – eitt og sér – ástæða til að dæma söfnuina ónýta fyrirfram.

Ég læt mér duga að fara fram á nafnalistinn sé merktur sem ómarktæk heimild, ef hann verður afhentur Þjóðskjalasafni til geymslu (?).


Umræðan galopnuð!

Birt: 13-01-11 | Flokkur: Lífið, Tölvur og tækni | 15 athugasemdir »

Ég setti inn athugasemd við pistil Ögmundar Jónassonar rétt í þessu.

Hvernig fórstu að því, gætu menn spurt – Ögmundur leyfir ekki athugasemdir við texta sína.

Jú, ég notaði Pushnote veflausnina, sem Stephen Fry kynnti á Twitter fyrr í kvöld.

You might like to try my new baby http://www.pushnote.com hope you like it. Makes the web one big democratic comment platform.
(Stephen Fry, Twitter 13.01.10)

Lausnin býður upp á að athugasemdir séu settar á hvaða vefsíðu sem er, án þess ábyrgðaraðili fái rönd við reist. Þessu fylgja auðvitað margir kostir, t.d. hvað varðar vefverslun og athugasemdir við þjónustu.
Skoðaðu vefsíðu veitingahússins sem þú ætlar að snæða á í kvöld – og líttu á hvað fólk segir um staðinn! Möguleikarnir eru óþrjótandi.

En svo má spyrja hvort það sé sanngjarnt að fólk geti baunað inn athugasemdum við blogg, t.d. Tryggva Þórs, þó hann hafi lokað fyrir athugasemdir?

Ég skal ekki segja – þykist viss um að einhverjar málaferli muni skjóta upp kollinum, fyrr en síðar. Þangað til – mæli ég með lausninni og mun nota sjálfur óspart.


Sápukassaheilkenni bloggheima

Birt: 02-08-10 | Flokkur: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Comments Off

Paul Krugman ritaði þetta ágæta niðurlag á blogg sitt í gær.

And for the big whiners out there: this is my blog, which I do for free. I welcome a lively discussion, and don’t edit out hostile comments if they’re brief and free of obscenities. But if you want a soapbox for interminable rants, I have no obligation to provide it; go start your own blog, and find your own readers.
(Paul Krugman 01.08 2010)

Sápukassaheilkennið er áberandi í athugasemdum við blogg á Íslandi. Illskiljanlegar langlokur frá fólki sem telur sjálfsagt að bloggarar eyði tíma sínum í að lesa í gegnum ruglið til að finna röksemdir. En hér ætti maður kannski að skammast í íslenska skólakerfinu, fremur en viðkomandi einstaklingum?

Hvað um það.

Athugasemdakerfið á þessu bloggi er ekki sápukassi.

Ég skal svara athugasemdum sem eru hnitmiðaðar, stuttar og fjalla um efnið. Svo aftur sé vitnað í Krugman; “….if you want a soapbox for interminable rants, I have no obligation to provide it; go start your own blog, and find your own readers“.


Fjármál stjórnmálaflokka: ekki nota PDF!

Birt: 07-07-10 | Flokkur: Bretland, Ísland, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Comments Off

Sveitastjórnir í Bretlandi eru hikandi yfir fyrirmælum frá stjórnvöldum, þess efnis að útgjaldaliðir yfir £500 skuli eftirleiðis birtir opinberlega.

Nýerið opnaði breska ríkið bókhald sitt (COINS, sjá einnig á Guardian) og gerir nú kröfu um sama gegnsæi hjá sveitastjórnum. Eðlilega; almenningur á rétt á að sjá í hvað skattar og gjöld fara.

Simon Rogers fer ágætlega yfir þær reglur sem sveitastjórnum ber að fylgja, en eftirfarandi eru samnefnararnir í því fargani.
Ég bendi sérstaklega á lið 2., en þau fyrirmæli mætti ríkisendurskoðandi á Íslandi taka til sín varðandi fjármál stjórnmálaflokka.

1. Make it open
No T&Cs about not using the data for commercial use, no restrictions on access. Make the data available to anyone to do whatever they want to with it. That’s the only way that the data information revolution is going to work.

2. Make it readable for computers

The data needs to be in a format that any computer can use – no more PDFs [leturbreyting mín], thank you very much. If developers can’t build applications and campaigners can’t analyse it, what use is it?

3. Make it granular
The days when we only wanted official statisticians to just put the numbers together in a way we could understand are gone. Now we also want the full, disaggregated data too. It’s the only way it will ever be useful for someone wanting to gather the true local picture of local spending. Let us worry about whether the dataset is too big or not. It’s not your problem anymore.

4. Make it quick
Just get the stuff out there. We’d rather have it as it is – and then get it revised later than have to wait months for it to be finalised. The government has provided express permission for local authorities to do this. So just do it.

5. Make it easy to find

There’s no point hiding this stuff away. If we can’t find it, it may as well not exist. It should be easy to discover and simple to access.


Mennskir þýðendur

Birt: 17-06-10 | Flokkur: Spaugilegt, Tölvur og tækni, Vefurinn | Comments Off

Ég setti Chromium vafrann í tölvuna rétt í þessu því Firefox hefur verið óþekkur.

Þegar ég skoðaði bloggið skullu á mér viðvaranir þess efnis að vefsíðan væri á íslensku og mér boðið að snara henni yfir á enska tungu. Sem ég þáði.

Eftirfarandi er skjámynd af færslu sem ég skrifaði í vikunni; Frjáls börn á Íslandi.
Ég held mennskir þýðendur þurfi ekki að óttast tölvutæknin svipti þá atvinnu á allra næstu mánuðum.

Þýðing Chromium á "Frjáls börn á Íslandi".

Þýðing Chromium - Frjáls börn á Íslandi

Skemmtilegust þótti mér þó athugasemd Evrópuandstæðingsins Palla (sem Chromium þýðir sem Pedestal), við bloggið hér á undan.

Palli (Pedestal) um ESB

Palli (Pedestal) um ESB