baldurmcqueen.com

Month: July, 2008

"Komið honum út!"

by Baldur McQueen

Kjaftasögurnar streyma nú úr Downingstræti 10; leiðtoginn er veikur fyrir og óhætt fyrir Gróu að bregða sér á kreik.

Hinn virti pólitíski greinandi, Bruce Anderson, upplýsir um nýlegt atvik sem átti sér stað þegar fyrrum aðst. forsætisráðherra, John Prescott, tók að sér að sýna nokkrum krökkum þessa stórmerku byggingu.

Þegar Brown heyrði af því að Prezza væri í húsinu, gargaði hann á aðstoðarfólk sitt "hvað er hann að gera í hérna?" – "komið honum út!".

Aðstoðarfólkið var heldur vandræðalegt þegar það útskýrði að Prezza væri fyrrum aðst. forsætisráðherra og það teldist vart hættulegt að hann sýndi nokkrum krakkagrislingum húsið.  Brown lokaði sig þá af í tvær klukkustundir og yrti ekki á nokkurn mann.

Mig blóðlangar reyndar í ævisögu Prezza sem kom út fyrr á árinu.  Þar greinir hann m.a. frá tíðum köstum Brown sem oft fer í týpíska "unglingafýlu" ef hann fær ekki það sem hann vill.

John Prescott, aka Prezza, fyrir þá sem ekki vita, er sá sem sést kýla eggjakastara í myndbandinu hér að neðan.

{youtube}4yG8buxb0lg{/youtube}
FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Boris, osturinn og Ólafur

by Baldur McQueen

Boris
Boris borgarstjóri þykist svo viss um að Verkamannaflokkurinn geti ekki losað sig við Brown að hann býður veðmál upp á £100; hann mun ná að losa sig við rúm 6 kíló, áður en Brown víkur úr stól forsætisráðherra.  
Til þess þarf hann m.a. að hemja ostafíkn sem leggst á hann seint á kvöldin.

Að því slepptu færir Boris ágæt rök fyrir máli sínu; rök sem snúa sumpart að ótta við aðstæður sem þegnar hins ókjörna borgarstjóra Reykjavíkur ættu að kannast ágætlega við.

It is anti-democratic. It is wrong. It is not a runner. If they perform the switch this autumn, the new leader would have a year or more of trying to explain how he or she had the nerve to be there.
(Boris, 29.07 2008)

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Von Verkamannaflokks

by Baldur McQueen

Þó enn sé flest á huldu varðandi framtíð Brown, eru menn farnir að horfa til líklegra eftirmanna.
Þar skipta menn sér í gamalkunnar fylkingar Brown- og Blairverja, en meðal líklegra kandídata eru David Miliband, Harriet Harman, Edward Balls, Jack Straw og Alan Johnson.

Miliband tók fyrsta örskrefið í átt að framboði í Guardian á dögunum, hvar hann lagði upp framtíðarsýn flokksins án þess að minnast orði á Brown.

The timing of an article by Mr Miliband in which he sets out his vision for the future of the Labour Party but fails to give his support to Mr Brown has infuriated friends of the beleaguered Prime Minister.
(Telegraph, 30.07 2008)

Julian Glover sundurliðar viðkomandi grein glæsilega á bloggi blaðsins og segir okkur hvað Miliband á sannarlega við. 

Varfærnisleg "áskorun" Miliband er reyndar dálítið lýsandi fyrir ástandið í Verkamannaflokknum síðustu daga; glettilega margir virðast vilja ná stólnum undan núverandi formanni, en enginn vill verða fyrstur til að staðfesta pólitískt andlát foringjans.  Maður hallmælir ekki látnum mönnum, en það er hugsanlega í lagi að láta vita maður sé til reiðu þegar einhver annar hefur fjarlægt líkið.

Everyone wants him to go, as long as someone else does the pushing.
(Daniel Finkelstein – TimesOnline, 29.07 2008)

Þó grein Miliband geti vart talist heiftúðug árás á núverandi formann hafa stuðningsmenn Brown látið í sér heyra með sérlega svæsnum svívirðingum.  Gífuryrði lík þeim sem birtast hér að neðan munu eflaust kynda enn frekar undir ófriðabálinu í flokknum.

"If he has not got enough work to do then maybe he needs to be given
another job," one source said. "He [Miliband] needs to calm down
and shut up. He also needs to grow up," another Brown ally said.

(Telegraph, 30.07 2008)

Sérlega vitlaus viðbrögð sem tryggja munu áframhaldandi hjaðningavíg í flokknum.  The Independent heldur því fram að Miliband hafi farið langt með að innsigla örög Brown með greininni í Guardian og nú séu runnir upp tímar vantrausts, hvar saklausasta setning eða aðgerð gæti verið (mis)skilinn sem árás á leiðtogann.

How can the Government move on from the current crisis? In September,
if Miliband makes a comment on the quality of fish around Iceland it
will be seen in the context of the leadership. If Alan Johnson visits a
hospital in East Grinstead, his words will be analysed in terms of the
leadership.
(The Independent, 31.07 2008)

Hver stjórnar Bretlandi?
Á meðan Miliband kyndir undir vangaveltum um hugsanlega byltingu í flokknum, stendur svo Brown í vandræðalegu orðaskaki við Harriet "This is my time" Harman um hver stýri landinu meðan háttvirtur er í sumarfríi á sérvöldum stað.  Stuðningsmenn Harman hafa gefið út að hún sé fyrsta konan sem stýri landinu frá því Margaret Thatcher var og hét – en Brown svaraði því til að hann sé enn skipstjóri skútunnar.

Adding to the confusion, a third senior member of the Government, Alistair
Darling, the Chancellor, is also under the impression that he is running the
country during Mr Brown’s absence from London – which will stretch on until
the end of August due to his trip to China for the Olympics.

(Telegraph, 29.07 2008)

Gæti þetta verið hallærislegra?  Líklega – leyfist mér að segja vonandi – mun aukin harka færast í umræðuna á næstu vikum og fleiri þungaviktarmenn lýsa yfir vantrausti á Brown.  Þar skyldu menn þó ekki vanmeta þrjóskuna í manninum sem á á hættu að kallast lélegasti forsætisráðherra sögunnar ef hann lætur af embætti á þessum tímapunkti. 
Hann fer varla ótilneyddur.

Veik von
Þó baráttan um formennsku flokksins eigi eflaust eftir að taka pláss í fjölmiðlum næstu vikur og mánuði er vandamál þeirra sem hella sér í baráttuna fyrst og síðast vantraust kjósenda sem hafa fengið nóg.  Eftirfarandi athugasemd við fyrrnefnda grein Miliband nær ágætlega utan um vonbrigðin sem breskir kjósendur Verkamannaflokksins hafa fundið fyrir síðustu misseri.

I was in New York that night in 1997. My brother was visiting. We stayed up late into the night watching live coverage from London on C-Span. The euphoria. The joy. The relief. After all those years, Thatcher, Major and their hideous mob of corrupt, useless, grotesque idiots gone for good.

How tragic that the utter betrayal of your years in government, with your spin and your lies and your corruption and your despicable war means that when the curtain comes down on your foul balls-up of a government we’ll feel every ounce as much relief as we did back then.
Það er eitt að sigra í mögulegum formannskosningum Verkamannaflokksins; allt annað að (endur)vinna hug og hjörtu þeirra sem eru komnir með hreina andstyggð á flokknum og öllu sem hann stendur fyrir.  Það þarf ekkert minna en kraftaverk til að koma þeim kjósendum aftur heim í hús.

Ég sé ekki líkleg kraftaverk í neinum af hugsanlegum eftirmönnum.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Seljan vs Magnússon

by Baldur McQueen

Ég var rétt í þessu að horfa á viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra Reykjavíkur.
Framganga Ólafs var þess háttar að ég treysti mér hvorki til að gera grín að, né svívirða.  Segir það ekki allt sem segja þarf? 
Ljóst er að niðurlæging Reykvíkinga – ekki síst sjálfstæðismanna – er alger.

Hitt er annað mál að Helgi Seljan, sem ég kallaði "efnilegan" Paxman eftir ágætt viðtal við Jónínu Bjartmars – er nú fullvaxta.  Það er út af fyrir sig merkilegt að svo aðgangsharður blaðamaður skuli fá starfað á Íslandi, hvar almúginn vælir yfirleitt af hneykslan ef ekki er skriðið hæfilega fyrir elítunni.  Afbrigði af slíkum afturendakossum má sjá hjá Eyjubloggaranum Tómasi, sem virðist telja það til "truflunar" ef spyrjendur krefjast skýrra svara af viðmælendum sínum.

Vonandi að aðrir landsmenn séu farnir að átta sig á hversu mikil verðmæti felast í manni sem þorir að krefjast svara af starfsmönnum þjóðarinnar.

Í þessu myndbandi má sjá Paxman ræða við Parkinson um samviskubitið sem stundum fylgir starfinu.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Efnahagsleg hryðjuverk?

by Baldur McQueen

Ívar Pálsson leggur til athygliverða aðgerð í nýjum pistli:

Bankarnir hafa verið stoltir af Edge og Icesave reikningum sínum, þar sem t.d. breskar húsmæður hagnast á því hve Seðlabanki okkar ákvað stöðugt hærri stýrivexti, margfalt hærri en í Bretlandi.
[…]  
Umræður eiga sér stað í Bretlandi hvernig færi ef bankarnir sem að baki standa færu í þrot. Ein hugsanleg  niðurstaða var sú að íslenska ríkið greiði allt að 2 milljóna þrot hvers reiknings, en breska ríkið afganginn upp að nær 4 milljónum.  Íslendingar ættu að krefjast þess að stjórnvöld hér staðfesti óumdeilanlega að um engar slíkar ábyrgðir sé að ræða, enda eru allt að 2/3 hlutar viðskipta bankanna erlendis.
(Ívar Pálsson, 28.07 2008)

Oft hef ég bent á upplýsingaskort varðandi ábyrgðir á innistæðum sparifjáreigenda og er sammála því að stjórnvöld mættu gefa út skýrari svör, af eða á, varðandi ábyrgð á sparifé “breskra húsmæðra”, rétt eins og íslenskra.
Þó hlýt ég að benda á líklegar afleiðingar þess ef stjórnvöld gæfu út viðlíka yfirlýsingu og Ívar óskar eftir.

Í fyrsta lagi myndi þetta valda áhlaupi á Landsbanka og Kaupþing í Bretlandi – og svo víðar.  Það áhlaup yrði samdægurs og það yrði sársaukafullt.  Vart hefur birst sú grein um íslensku bankanna í breskum fjölmiðlum, að ekki hafi verið tekið fram að neytendur þurfi ekkert að óttast; íslenska ábyrgðarkerfið tryggi innistæður á sambærilegan hátt og hið breska gerir*.

Í öðru lagi myndi slík yfirlýsing grafa undan trúverðugleika þjóðarinnar, ekki bara hvað bankaviðskipti varðar, heldur fengi Ísland í heild sinni á sig slíkt óorð að svívirðingar Blefken og Peerse myndu hljóma sem smjaður í samanburði.
Ég fæ ekki betur séð en slík ákvörðun gengi þvert á ákvæði EES um ábyrgðir milli evrópulanda og yrði þá réttilega litið á sem stórfelld samningssvik af hálfu stjórnvalda; íslensku bankarnir væru þrátt fyrir allt ekki starfandi á erlendum vettvangi nema fyrir viðurkenningu Íslendinga á ábyrgðarkvöðinni.

Í stuttu máli sagt yrðu afleiðingar þess að fylgja ágætum ráðum Ívars óþægilegar fyrir “bresku húsmæðurnar” og sumar þeirra myndu jafnvel tapa fjármunum þegar áhlaup ætti sér stað.
Afleiðingarnar fyrir íslenskt viðskiptalíf yrðu líkar og eftir efnahagslegt hryðjuverk af stærri skalanum.  Það mætti segja mér að eftir daglegar forsíðufréttir af “íslensku svikurunum”, væru ár – ef ekki áratugir – þar til Íslendingar gætu vænst þess að njóta nokkurs trausts á alþjóðavettvangi.

*Það skal tekið fram að Ívar fer rangt með þegar hann setur IceSave og Edge undir sama hatt; FSCS ber að því ég best veit fulla ábyrgð á innistæðum Edge meðan IceSave er rekið á svokölluðu “vegabréfsákvæði” (passport system), sem þýðir að um £16.300 af £35.000 þyrftu að koma frá Íslandi, en FSCS myndi svo bæta við því sem á vantar.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Sahara – orkubú Evrópu?

by Baldur McQueen

Landsfeður innan ESB velta nú fyrir sér möguleikanum á að fullnægja raforkuþörf Evrópu með sólarorku frá Sahara.  Stefnt er á gríðarstórt orkunet sem myndi m.a. valda því að Bretar og Danir gætu flutt út vindorku þegar vel áraði en flutt inn græna orku, t.d. frá Íslendingum, þegar á þyrfti að halda.

Mér lýst ágætlega á plön ESB en tel þó eitthvað af orkuvanda vesturlanda mega leysa með virkjun offitu.  Tvær flugur í einu höggi.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Bráðgóðar vefsíður

by Baldur McQueen

Ég uppgötvaði nýlega vefsíðuna theyworkforyou.com sem birtir gagnlegar upplýsingar um breska pólitík og einstaka þingmenn.
Þar get ég t.d. flett upp á mínum þingmanni og fengið allar upplýsingar um hann á einum stað.
Atkvæðagreiðslur, eyðslusemi, ræður, áhugamál og margt fleira.  Þá get ég fengið sjálfkrafa tölvupóst í hvert sinn sem karlinn opnar munninn á þingi.  Á því hef ég reyndar takmarkaðan áhuga.

Best þykir mér þó yfirlit yfir ýmiss málefni dagsins, hvar umræður eru birtar á þægilegan, auðskiljanlegan hátt með mynd af viðkomandi þingmanni – auk möguleikans á myndbandi af akkúrat þeim ræðubút sem mig vantar.  Sjá t.d. hér.
Horfi maður á viðkomandi umræður í heild sinni, litast sjálfkrafa rammar þeirra þingmanna sem tala hverju sinni.
Smellið á Play hnappinn til hægri og prófið þetta; tær snilld.

Áður hef ég bent á síður eins og PublicWhip.org.uk (atkvæði þingmanna í mikilvægum málum), The Electoral Commission (gagnagrunnur sem heldur m.a. utan um allar gjafir/framlög til stjórnmálaflokka) og E-Petitions (vefsíða á vegum forsætisráðuneytisins sem gefur mótmælendum færi á að safna undirskriftum gegn tilteknum málum).

Almenningur í Bretlandi getur auðveldlega fylgst með starfsmönnum sínum á þingi með sérdeilis ágætri nýtingu upplýsingatækninnar.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Vestrið gegn hinum?

by Baldur McQueen

Aljþjóðadómstólinn (ICC) hefur nýlega gefið út ákæru á hendur Omar Hassan al-Bashir, forseta Súdan.  Fáir efast um réttmæti ákærunnar, en í opnu bréfi Jurgen Todenhöfer til ICC spyr hann þó hvort apparatið sé í raun lítið annað en dómstóll vesturlanda gegn afgangi heimsins.

The international Criminal Court needs to ask itself it wants to be a court for the entire world based on laws that apply to all, or whether it shall choose to just be Criminal Court of the West against rest of the world – a court  of the most powerful against weaker nations.  The fact that so far only political leaders of smaller nations have been prosecuted raises some doubts.
(Dialog International, 19.07 2008)

Jurgen bendir á að árásarstríð Bandaríkjamanna og Breta gegn Írak hafi verið úrskurðað ólöglegt af Kofi Annan; alþjóðalög hafi verið brotin.  Undir þetta hafa fleiri tekið.

The justifications for the Iraq War were untrue and therefore the war itself, according to the then General Secretary of the United Nations Kofi  Annan was "illegal"; it was a violation of international law. It was apparent to everyone that there were no issues of national security involved. There was no resolution of the UN Security Council.  Even the Federal High Court in Germany declared the Iraq War a violation of international law in 2005.
(Dialog International, 19.07 2008)

Ekki vil ég meta hvort Bush og Blair eigi skilið refsingu fyrir snarvitlausar ákvarðanir í upphafi innrásarinnar í Írak, en vilji ICC halda andliti sem alþjóðadómstóll hefði ég talið fullkomlega eðlilegt að möguleiki á ákæru væri skoðaður af alvöru.  
Um 600.000 óbreyttir borgarar hafa látist í kjölfar innrásarinnar – langflestir drepnir af Bandaríkjamönnum.  Spurning hversu lengi megi afsaka dráp á saklausum borgurum með klisjunni um að Saddam hafi verið illmenni?

According to the results of an independent American-Iraqi "Lancet Study" more than 600,000 civilians have died from this war aggression – the majority killed by US troops.  The independent British institute ORB has likewise determined that over one million people have lost their lives so far in this conflict.  One million have been wounded, nearly five million are refugees.  Their suffering and their deaths must not go unpunished.
(Dialog International, 19.07 2008)

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

VG er vakandi

by Baldur McQueen

Það er gott að sjá að eitt stjórnmálaafl á Íslandi er vakandi.  VG vilja kalla helstu talsmenn þjóðarinnar á fund og ræða efnahagsmál af fullum krafti.

Það má svo velta fyrir sér tilgangi fundarins?  Sjálfstæðismenn geta engar ákvarðanir tekið varðandi það sem 60-70% fundargesta vilja væntanlega ræða; hendur þeirra (o.þ.l. þjóðarinnar) eru bundnar þar til í fyrsta lagi haustið 2009.

Samþykktir Sjálfstæðisflokksins skipta meiru en almannaheill.  Meðan leiðtogar annarra þjóða standa vaktina og gera flest til að vernda sín samfélög, sitja sjálfstæðismenn sveittir við að verja eigin samþykktir.  Samfélag sjálfstæðismanna er samfélagið sem mestu skiptir.

Á kostnað þjóðarinnar; hér eftir sem hingað til.  Þetta kallast víst "lýðræði".
——-
Þjóðhagsstofnun verður kannski endurreist, líkt og ég lagði til í febrúar.  Nú þarf bara að umbylta FME, reka Davíð og hefja aðildarviðræður við ESB. 
Þá verð ég ánægður og hætti jafnvel að blogga um íslenska pólítik. 
Lofa þó engu.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Vespubú

by Baldur McQueen

Það er vespubú á háaloftinu; tugir bröndóttra kvikinda fljúga inn og út um holu undir þakskegginu.  Þær eru harðduglegar þessa dagana, en hætt er við öflugri innrás í eldhúsið þegar verkefnum fer fækkandi.  Ég vil síður skemma fyrir þeim, en það gengur ekki að hafa hundruðir vespa flögrandi um garðinn meðan börnin leika sér. 

Ég ligg því yfir mismunandi útfærslum af DIY meindýravörnum.  Er að spá í hvort það myndi ekki virka ágætlega að setja eiturduft í botn sundurskorinnar plastflösku og skorða hana svo við inn/útganginn seint að kvöldi.  Þá bera þær eitrið smám saman inn í búið (skilst mér) og vandamálið hverfur.  Búið sjálft má vera þar sem það er, enda er dautt bú öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir að þær byggi aftur á sama stað. 
Ég veit þetta endar með því að ég hringi í fagmenn, en meðan bjartsýnin er í hæstu hæðum er gaman að velta fyrir sér mismunandi möguleikum.

Ég þakka fyrir að þetta eru ekki japanskir geitungar.

{youtube}n4wRIERp6Vs{/youtube}
FacebookTwitterGoogle+Pinterest