baldurmcqueen.com

Month: November, 2008

Þrír menn og fjármálaeftirlit

by Baldur McQueen

Það er glórulaust hjá íslensku ríkisstjórninni að ætla sér út í massívar aðgerðir, sem margar eru háðar trausti erlendis frá, án þess að hrófla nokkuð við ráðherrum og embættismönnum. 
Fullkomlega glórulaust.

Egill Helgason bendir á viðtal við Poul Thomsen hvar eftirfarandi kemur m.a. fram:

Við vonumst sannarlega eftir að sjá lækkun stýrivaxta hefjast innan fárra mánaða, en það er mikilvægt að slaka ekki um of á klónni fyrr en traustið vinnst aftur.
(Poul Thomsen, 20.11 2008)

Umrætt traust er beintengt stjórnkerfinu og verður aldrei meira en unnið hefur verið til.
Einn af bankastjórum Seðlabanka, Davíð Oddsson, hefur verið áberandi í erlendum fjölmiðlum undanfarið.  Góðviljaðir tala um Mr. Oddsson sem amatör, aðrir eru beinskeyttari.

Seðlabankastjóri, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra eru allir sama marki brenndir; kolryðgaðir hlekkir í heldur ókræsilegri keðju – og það segi ég burtséð frá persónuleika eða hæfi viðkomandi.  Þeir njóta einfaldlega ekki trausts. 

Njóti þeir ekki trausts nýtur efnahagskerfið ekki trausts.

Þráseta þessara manna – í boði Ingibjargar og Geirs – mun óumdeilt valda því að vaxtastig á þjóðinni mun haldast í hæstu hæðum töluvert lengur en þörf væri á.

Það þarf ekki að pakka þessu inn. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Hilmar Haarde hafa tekið upplýsta ákvörðun um að fórna þjóðinni fyrir þrjá menn….og fjármálaeftirlit.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Af matarkasti

by Baldur McQueen

{youtube}31l1idgYV8c{/youtube}
FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Ábyrgðin er ykkar

by Baldur McQueen

Fari svo að stjórnvöld gangi endanlega frá efnahagnum, t.d. með arfaslökum ákvörðunum í kjölfar lánveitinga, verður það alfarið á ábyrgð ríflega 300.000 smáborgara sem trúa á lýðræðið í blindni, á svipaðan hátt og öfgafyllstu frjálshyggjuprestar líta markaðinn. 
Smáborgara sem líta svo á að lýðræðið virki sjálfkrafa og aldrei þurfi að grípa í taumana til að stýra því á rétta braut.

Þegnar í öðrum lýðræðisríkjum vita þetta er rangt.  Þeir hafa löngu áttað sig á að stundum þarf að grípa hraustlega fram fyrir hendur stjórnvalda og rétta af kúrsinn í þágu fjöldans. 
Sá skilningur, einn og sér, gerir flest slík lýðræðisríki margfalt merkari en hið íslenska.

Verði afglöpin fleiri, héðan af, þýðir ekki að benda á Geir, Ingibjörgu, seðlabankastjóra, fjármálaeftirlit eða aðra dólga.  Ábyrgðin verður alfarið á herðum áðurnefndra smáborgara.

Með góðum vilja og virðingu get ég samþykkt að þjóðin hafi ekki vitað hvert stefndi fyrir hrunið; þó helstu upplýsingar hafi reyndar legið fyrir augum þeirra sem nenntu að kynna sér ástandið.

Í dag hefur þjóðin engar slíkar afsakanir.  Það er búið að vara ykkur við ónýti sitjandi burgeisa og ítrekuð glöp sanna þá meginreglu að stjórnvöld eru vanhæf. 
Innlendir sem erlendir sérfræðingar horfa í forundran á hvernig ábyrgðarhugtakið er fótum troðið í ríki sem þykist byggt á sömu siðalögmálum og önnur vestræn ríki.
Traust á erlendum vettvangi er horfið og verður ekki endurheimt án mannabreytinga. 

Það eru engar afsakanir eftir. 

Í dag vitið þið allt sem þið þurfið að vita. 

Geir Haarde verður ekki kennt um ef þið eruð svo frá ykkur að heimila honum áframhaldandi stjórn björgunaraðgerða. 
Með aðgerðarleysinu og þögninni samþykkið þið, ríflega 300.000 smáborgarar á Íslandi, núverandi stjórnvöld sem þau hæfustu til starfans.

Þvert ofan í fengna reynslu.

Ábyrgðin er því alfarið ykkar.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Kostnaður við skrílinn

by Baldur McQueen

Ef “skríllinn” stæði fyrir mótmælum alla daga ársins og skemmdi rúður fyrir fjórar milljónir (4.000.000 kr.) hvern einasta dag, tæki það 700 ár að valda viðlíka fjárhagsspjöllum og stjórnendur Íslands hafa valdið með vanrækslu og kæruleysi síðustu ára.

Með öðrum orðum, það tæki skrílinn tvö hundruð fimmtíu og fimm þúsund og fimm hundruð daga að valda þjóðinni jafn miklum skaða og fulltrúar hennar hafa þegar gert

Í því ljósi þykir mér óvenju mikil þolinmæði ríkja í garð þess skríls sem finna má í ríkisstjórn, fjármálaeftirliti og seðlabanka.

Þar starfa skaðvaldar sem öllu skiptir að koma út. 

Áður en meira fjármagn verður sett í hendurnar á þeim.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Alþingi eða þjóðin?

by Baldur McQueen

Þær eru margar mýturnar um Íslendinga sem kolfallið hafa á síðustu vikum.

Ein er sú að þjóðin standi saman gegnum erfiðleika.

Mér sýnist þar gæta nokkurs misskilnings.  Gæti jafnvel haldið fram að vart sé til sundraðri þjóð, né hærra hlutfall snobbaðra sjálfselskupúka.

Þetta sjáum við dæmi um upp á síðkastið, hvar fjöldinn allur af álitsgjöfum fjasa um að alþingi hafi verið “saurgað” – og fella í leiðinni harða dóma um vaxandi hörku í skiljanlegum mótmælum.

Sömu álitsgjöfum er þó fullkunnugt um að stór hluti þjóðarinnar er nú á hnjánum vegna skulda sem vaxa upp úr öllu valdi og ófáir munu missa hús sín, bíla og lífsviðurværi á næstu mánuðum.  Þar er ekki um lítilsháttar óþægindi að ræða, heldur hreina og klára þjáningu þjóðfélagsþegna.
Sú þjáning skrifast á óhæfa menn og konur sem klúðruðu öllu því sem hægt var að klúðra við stjórn landsins – og vilja nú halda áfram líkt og ekkert hafi í skorist.

Fyrrnefndir álitsgjafar viðurkenna, sumir, rétt hinna þjáðu til að mótmæla óhæfum stjórnvöldum; en bara settlega, svo ekki trufli glansmyndina sem smáborgarar hafa skapað sér um gangverk þjóðfélagsins.

Þó heiður alþingis sé að mestu horfinn, eru leifarnar álitsgjöfum mikilvægari en þjáningar fólksins sem byggir íslenskt land.

Hvernig væri að færa nasirnar niður á við og horfa í kringum sig?

Talið við þá sem minnst mega sín, áður en þið hefjið vandlætingarvaðal um eitthvað sem engu máli skiptir.

Heiður alþingis er horfinn; þjáningar fólksins eru raunverulegar.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Seinni tíma álit

by Baldur McQueen

Þeir sem þvertaka fyrir kosningar virðast einblína á ástandið innanlands.  Forðast mjög að nefna helstu ástæðu þess að hreinsun er lífsnauðsyn þegar í stað.  Ísland nýtur einskis trausts á erlendum vettvangi og tíminn vinnur þar gegn þjóðinni.

Mér er í sjálfu sér sama hvort breytingar eigi sér stað með kosningum, myndun þjóðstjórnar, byltingu eða öðrum aðferðum. 
Aðalmálið er að sýna heiminum að ábyrgðarhugtakið sé í hávegum haft á Íslandi.
Hér skilar engu að setja upp leikrit um sterka ríkisstjórn; klúðrið er orðið allt of stórt.

Ekki er langt síðan maður gat sagt frá uppruna sínum með töluverðu stolti.  Ísland var samnefnari fyrir traust, velferð og dágott siðferði; hvort sem það álit var sanngjarnt eður ei.

Í dag bölva ég í hljóði yfir að prófgráðurnar séu frá íslenskum háskóla; sé jafnvel fram á að þurfa kæra mig inn í framtíðarstörfin.
Ísland er orðið að þurfalingi meðal þjóða, fyrirlitið um allan heim.  Traustið horfið og þjóðin þykir í besta falli óheiðarleg.

Hvergi í hinum vestræna heimi gæti ríkisstjórn setið í óbreyttri mynd með aðra eins skömm á bakinu.

Sem sýnir að seinni tíma álit á Íslandi er hið rétta.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Geir sleiktur

by Baldur McQueen

Eftirfarandi myndband birtir G. Pétur Matthíasson, fréttamaður, á vefsíðu sinni, “Bloggað fyrir mig“.

Kannski óþarfi að geta, en þessi útgáfa viðtalsins var aldrei birt.  Ótrúlegur hroki og barnaskapur Geirs Haarde sést þarna glögglega; fréttamenn þurfa beinlínis að sleikja hann upp og útskýra fyrir honum hlutverk forsætisráðherra áður en hann gefur eftir og “leyfir” þeim taka annað viðtal. 

Þetta þurfa fréttamenn að búa við!

Þessi smákrakki er stjórnandi þjóðarinnar.

{youtube}E3zqtGWEc8U{/youtube}
FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Ísland er á botninum

by Baldur McQueen

Traust á íslenskum stjórnvöldum getur ekki orðið minna.  Það eru ekki fleiri þrep í tröppunum; Ísland er á botninum.

Að mínu mati er mikilvægt að menn átti sig á þessu; fyllilega.

Þá er í besta falli ólíklegt að Ísland muni á næstu árum endurvinna óumdeilt traust á alþjóðavettvangi.

Þetta blasir við.

En þó gæti traustið verið töluvert meira; jafnvel í dag, í þessu ástandi upplausnar.

Lausnin blasir við þeim sem eitthvað hafa fylgst með erlendri umfjöllun síðustu vikurnar.  Vantraustið er ekki (enn) á íslensku þjóðinni heldur máttlausu stjórnkerfi hvers meðlimir hafa klúðrað flestu því sem klúðrast gat.

Hvað erlent traust varðar skiptir litlu hvar, nákvæmlega, sökin liggur.  Dómur hefur fallið á allt stjórnkerfið og engin leið að afmá slíkt nema með miklum og áberandi breytingum.
Það að AG, ESB og einstaka lönd hafi veitt þjóðinni fyrirgreiðslu, er ekki vegna ráðamanna, heldur þrátt fyrir þá.

Þessir sömu ráðamenn virðast lítil hafa lært af því að hundsa ráðleggingar erlendis frá í forleik kreppunnar.  Þeir halda ótrauðir áfram með höfuðin í sandinum. 
Þó vita þeir rétt eins og aðrir að eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum kjörum landsmanna felst í afsögnum og uppstokkun. 

Því tækifæri vilja þeir stela frá þjóðinni.

Maður spyr sig hvers vegna mikilvægt þykir að moka milljörðum undir krónuna, með það markmið að auka tiltrú erlendra fjárfesta, á sama tíma og grafið er undan trausti með þrásetu þeirra sem misstu tökin?

———-

Myndbandið hér að neðan barst mér í tölvupósti og ég beðinn að birta.  Það er ekkert nema sjálfsagt, enda er þetta framtak til fyrirmyndar.  Ég átta mig á að allir þeir sem hingað koma hafa líklegast séð þetta annars staðar, enda birt á fjölmörgum vefsíðum í dag.

Viðtalið er við John Mynderup, viðskiptablaðamann Ekstra blaðsins, tekið af Arnari Steinþórssyni, blaðamanni Óháðu Fréttaveitunnar.
Með myndbandinu barst hressilegt bréf, hvar gefið er í skyn að við megum eiga von á fleiri gullmolum frá ÓF
Það líst mér stórvel á.

Ég vek sérstaka athygli á blálokum myndbandsins, hvar farið er yfir hlut stjórnvalda.  Ég hef áður sagt að stjórnvöld séu nú harðlega gagnrýnd fyrir að hafa hagað sér líkt og auglýsingastofa fyrir siðlausa kaupsýslumenn.
Þetta er áberandi í umræðunni erlendis og hefur verið lengi.

Það er hneykslanlegt að íslenskir ráðherrar hafi tekið þátt í þessu“, segir blaðamaðurinn í viðtalinu.

Svo þykjast menn ætla byggja upp traust með sama fólk við stjórnvölinn?

{youtube}uTZbHOOXPeQ{/youtube}
FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Samstaða

by Baldur McQueen

sjalfsfylking

Slagorðið passar kannski betur með ypsiloni?
FacebookTwitterGoogle+Pinterest

Stjórnendur Íslands

by Baldur McQueen

Geir vill ekki kosningar.  Hann vill þjóðarsamstöðu um þjóðarkúgun.  Ask not what your country can do for you; ask what you can do for your government.

Rétt eins og óskir Geirs skipti máli!  Hann er búinn að vera; bara tímaspursmál hvenær stjórnviska síðustu ára hitti svo marga fyrir að uppreisn eigi sér stað. 
Hvort sem flokksdreggjar og formaðurinn telji það tímabært eður ei.

Samfylkingin er svo skör neðar með ömurlegum andstöðutilburðum á sama tíma hún heldur súrefnisgrímunni að samstarfsflokknum.  Eru ekki allir búnir að sjá í gegnum það leikrit?

Húmbúkk!

Samfylkingin er klofin. 

Hluti hennar veðjar á að sjálfstæðismenn nái að berja niður byltingu í landinu og þetta lafi fram að næstu kosningum.  Kannski fólk verði búið að gleyma þá?
Aðrir óttast, réttilega, að ef þjóðin rís upp áður en flokkurinn nær að flýja úr fleti íhaldsins, muni örstuttu lífshlaupi Samfylkingar lokið.

Össur er svo í sérflokki.  Hann ferðast sjálfkrafa þangað sem mest von er á athygli og segir það sem vinsældum skilar hverju sinni.

Afæta á hrósþörf heimskinga.

Svona eru stjórnendur Íslands.

FacebookTwitterGoogle+Pinterest